Sunnudaginn 4. ágúst, er boðið upp á helgi- og ljóðastund í Davíðshúsi á Akureyri kl. 11:00. Listafólkið Birkir Blær, Eyþór Ingi Jónsson og Rakel Hinriksdóttir flytja ljóð Davíðs Stefánssonar í tali og tónum.

Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir stutta íhugun útfrá kvæðum Davíðs. Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir annast meðhjálparastörf og Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri, opnar húsið.