Hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir hafa ákveðið að hætta veitingarekstri og dregið sig út úr rekstri Torgsins – Sigló veitingar ehf. á Siglufirði. Hjónin hafa sl. 8 ár verið í rekstri Torgsins, sem var lengst af til húsa á Aðalgötunni á Siglufirði, en fluttist í gulahúsið á Rauðkutorgi á síðasta ári þegar hjónin gengu til liðs við Sigló veitinga.
Tilkynning frá hjónum:
“Við hjónin höfum ákveðið að hætta veitingarekstri og dregið okkur út úr rekstri Torgsins /Sigló Veitingar ehf. Við hættum í mesta bróðerni og skiljum reksturinn eftir í höndunum á góðu fólki. Við viljum koma fram miklu þakklæti til allra okkar viðskiptavina, velunnara og allt það frábæra starfsfólk sem hafa aðstoðað með einum eða öðrum hætti við rekstur Torgsins síðastliðin tæp 8 ár.”
Í tilkynningu frá Sigló veitingum kemur fram að rekstur Torgsins muni halda áfram í sama anda og undanfarin ár.
—————————
Takk fyrir allt Danni og frú. Gangi ykkur vel í næstu verkefnum.