Lið Fljótsdalshéraðs fór með sigur af hólmi í viðureign við lið Dalvíkurbyggðar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu í gærkvöldi.

Jafnt var fyrir lokalotuna í keppninni en þar höfðu Fljótsdælingar betur og sigruðu með 80 stigum gegn 74. Fljótsdalshérað er því komið í átta liða úrslit.