Dalvíkurbyggð keppir í Útsvari á Rúv föstudaginn 13. janúar. Útsendingin hefst kl. 21:05. Dalvíkurbyggð er  komin í 16 liða úrslit en þrátt fyrir tap gegn Akurnesingum í fyrstu umferð var liðið stigahæsta tapliðið. Þess má líka geta að þrátt fyrir að tapa var liðið með stigahærri liðum fyrstu umferðar. Sem fyrr eru það Klemenz Bjarki Gunnarsson, Magni Þór Óskarsson og Elín Björk Unnarsdóttir sem keppa fyrir hönd sveitarfélagsins.