Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að gerður verði samningur við Tölvuþjónustuna Securestore á Akranesi og veitt heimild fyrir að gerður verði samningur til allt að 36 mánaða með 6 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti hvenær sem er á samningstímanum.  Fyrirkomulag afritunar verður í samræmi við tillögu tölvunefndar og tölvuumsjónarmanns.

Akraneskaupsstaður hafði einnig samið við Tölvuþjónustuna Securestore árið 2009 en án útboðs og var það mál kært eins og sjá má hér í dómi.