Bæjarstjórn Dalvíkur hefur ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu til þess að verja afréttarlönd í Skíðadal og Svarfaðardal.
Óbyggðanefnd úrskurðaði í haust að hluti afréttarlanda Sveinstaðaafréttar og Hnjótaafréttar verði skilgreindur sem þjóðlendur. Þeirri niðurstöðu vill Dalvíkurbyggð ekki una og bindur vonir við að ný gögn komi fram sem styrki stöðu sveitarfélagsins í þessu máli.
Heimild: Rúv.is