2.deild karla í Knattspyrnu

Dalvík/Reynir 3 – 1 Reynir S.
1-0 Gunnar Már Magnússon (’38) (Víti)
2-0 Gunnar Már Magnússon (’41) (Víti)
2-1 Jóhann Magni Jóhannsson (’74)
3-1 Kristinn Þór Björnsson (’88)

Dalvík/Reynir tók á móti Reyni frá Sandgerði í blíðskaparveðri á Dalvíkurvelli í gærkvöld. Hart var barist og mikið um tæklingar og veifaði Áskell Þór Gíslason, dómari leiksins gula spjaldinu alls níu sinnum.

Heimamenn mættu ákveðnir til leiks staðráðnir í að vinna þriðja leikinn í röð. Þeir voru mun meira með boltann fyrstu mínúturnar en það voru þó gestirnir frá Sandgerði sem fengu fyrsta færi leiksins.

Dalvík/Reynir fengu tvö víti í seint fyrri hálfleik og leiddu því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Reynismenn mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og var leikurinn í jafnvægi, einkenndist af mikilli baráttu og tæklingum. Mikill pirringur var í leikmönnum og Ben Ryan Long, leikmaður Reynis lét hróp frá áhorfendum fara í skapið á sér og sendi þeim fingurinn. Áskell dómari og aðstoðarmenn hans sáu ekki fingrasendinguna og slapp hann því með áminningu.

Reynir Sandgerði minnkaði muninn á 74. mínútu og sóttu á mörgum mönnum til að freista þess að jafna leikinn og voru því fáliðaðir í vörninni, Dalvíkingar áttu því skyndisóknir í lokin og ein slík skilaði marki á 88.mínútu og gerði út um leikinn.

Dalvík/Reynir því í 6.sæti eftir þennan sigur og Reynir í 3.sæti.