Dalvík/Reynir tók á móti Hamarsmönnum í dag á Dalvíkurvelli. Heimamenn unnu leikinn 2-0 með mörkum frá Hermanni Albertssyni og Gunnari Má Magnússyni úr víti. Dalvíkingar eru í 2. sæti með 35 stig, aðeins stigi á eftir toppliði Tindastóls. Það gæti því verið tvö Norðanlið sem færu upp í 1. deild karla í knattspyrnu þetta árið.