Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur óskað eftir aðstoð sjálfboðaliða til að koma upp flóðljósum á Dalvíkurvelli. Vinna við að reisa ljósamöstrin fyrir flóðljósin er í undirbúningi. Búnaðurinn er nú þegar kominn til félagsins.

Flóðljósin gerir félaginu kleift að vera með æfingar í góðri lýsingu þegar myrkur er komið og spila leiki við bestu mögulegu skilyrði.

Áhugasamir geta fylgst með fésbókarsíðu félagsins eða haft samband við stjórnarmenn félagins.

Frá þessu var fyrst greint á vef dalviksport.is.