Dalvík/Reynir sigraði í dag lið Aftureldingar á Dalvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu. Bessi Víðisson skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu eftir hornspyrnu Gunnars Más. Völlurinn var blautur og þungur og litu 9 gul spjöld dagsins ljós.
Dalvíkingar eru nú í 4. sæti með 29 stig og í góðum séns að komast upp um deild þar sem staðan er mjög jöfn á toppinum.