Dalvík/Reynir mætti Kára frá Akranesi á Dalvíkurvelli í kvöld í 15. umferð Íslandsmótsins. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins 32. mínútu og leiddu því 0-1 í hálfleik.

Kári skoraði svo sjálfsmark í síðari hálfleik á 63. mínútu og var því staðan orðin 1-1 og tæpur hálftími eftir. Þjálfari D/R gerði þrjár skiptingar með stuttu millibili eftir jöfnunarmarkið til að reyna knýja fram sigur.

Sigurmark heimamanna kom svo á 93. mínútu þegar Þröstur Jónasson skoraði þetta mikilvæga mark. D/R náði tveimur skiptingum áður en dómarinn flautaði.

Þrjú stig í hús og Dalvík/Reynir eru efstir í deildinni með 31 stig. KFG á þó leik inni og getur jafnað D/R að stigum.