Dalvík/Reynir og KFS frá Vestmannaeyjum mættust á Dalvíkurvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu.  KFS er með ungt lið og þjálfari liðsins er Gunnar Heiðar Þorvaldsson. KFS hefur byrjað mótið illa og eru í neðsta sæti með aðeins einn sigur.

Borja Laguna, Viktor Daði og Númi Kára byrjuðu allir á bekknum í þessum leik hjá Dalvík.

Markalaust var í fyrri hálfleik en það dró til tíðinda eftir um klukkutíma leik, þá var Borja Laguna settur inná og þá gerðust hlutirnir hratt. Dalvík/Reynir skoraði mark á 65. mínútu þegar Connor Parsons skoraði. Hann var svo aftur á ferðinni á 80. mínútu og kom heimamönnum í 2-0. Strax eftir síðara markið kom Númi Kára og Kristinn Þór inná fyrir Connor Parsons og Kristinn Þór Rósbergsson.

Strákarnir úr Vestmannaeyjum náðu ekki að skora í þessum leik og var því góður sigur heimamanna staðreynd, 2-0.