Dalvík/Reynir mætti Njarðvík í Lengjudeildinni í 2. umferðinni á Íslandsmótinu í dag. Njarðvíkingar eru erfiðir heim að sækja og hafa gott lið og einstaklinga.  Það voru Njarðvíkingar sem skoruðu fyrsta markið undir lok fyrri hálfleiks, en Joao Junior skoraði og leiddu heimamenn 1-0 í hálfleik. Heimamenn höfðu yfirhöndina fram á lokamínútur leiksins, en þá skoraði Oumar Diouck tvö mörk og kláraði leikinn fyrir þá. Annað markið var úr vítaspyrnu á 88. mínútu og síðara ás 90. mínútu. Lokatölur 3-0.  Njarðvíkingar hafa þá unnið báða leiki sína en D/R eru með 3 stig eftir góðan sigur í fyrstu umferðinni.