Dalvík/Reynir mætti liði Grindavíkur á Grindavíkurvelli í dag í Mjólkurbikarnum. Heimamenn voru sigurstranglegri í leiknum en Dalvíkingar héldu í vonina um áframhaldandi bikarævintýri.

Það voru heimamenn sem skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og voru komnir í góða stöðu eftir hálftíma leik, 2-0. Gestirnir frá Dalvík komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og uppskáru mark á 83. mínútu leiksins, en Þröstur Jónasson átti markið.

Dalvík/Reynir setti allt í sóknina til að reyna ná inn jöfnunarmarkinu en niður staðan var 2-1 tap í þessum bikarleik.

Dalvíkingar mega vera sáttir með sinn leik og er klárlega hægt að byggja ofan á þessa frammistöðu.