Dalvík/Reynir mætti Smára í Kópavogi í 2. deild kvenna í úrslitakeppni deildarinnar. Smári var enn án sigurs í deildinni en hafði gert þrjú jafntefli í 16 leikum og var langneðsta liðið í deildinni.

Lið Smára missti leikmann af velli undir lok fyrri hálfleiks og léku þær einum færri allan síðari hálfleik.

Þegar leið á síðari hálfleiks og staðan var enn 0-0 þá gerði þjálfari D/R þrjár skiptingar til að reyna brjóta upp leikinn og koma inn marki. Allt stefndi í jafntefli í í uppbótartíma skoraði Smári eina mark leiksins og unnu þær leikinn frekar óvænt 1-0.

Dalvík/Reynir á nú einn leik eftir í úrslitakeppninni og er hann gegn næstneðsta liði deildarinnar, Álftanesi, en aðeins einu stigi munar á liðunum í deildinni.