Karlalið Dalvíkur/Reynis hefur samið við varnarmanninn Matheus Bissi. Hann er 33 ára og er frá Brasilíu og hefur mikla leikreynslu. Hann hefur leikið í Litháen  og Kasakstan undanfarin ár.
Hann er 188 á hæð og er hans besta staða í miðri vörninni og er hann réttfættur.
Hann lék sem ungur maður í Sporting í Portúgal og var tvisvar sinnum U19 meistari með þeim, en fór þaðan til Flamengo í Brasilíu, þar æfði hann margoft með Ronaldinho. Svo er hann komið víða við eins og í Búlgaríu, Möltu og Póllandi.
Hans helstu fyrirmyndir í fótboltanum eru Thiago Silva og Lucio.