Dalvík/Reynir heimsótti Þrótt Reykjavík í dag og fór leikurinn fram á gervigrasi Þróttar í Laugardalnum í blíðunni í dag í höfuðborginni. Leikurinn var í 11. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla og er mótið nú hálfnað.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 í hálfleik.  Dalvíkingar byrjuðu seinni hálfleik vel og skoruðu strax á 52. mínútu.  Áki Sölvason skoraði markið og var það hans þriðja í deildinni í sumar.

Þróttarar gerðu tvöfalda skiptingu eftir markið og fóru að spila betur og fá fleiri færi. Þeir jöfnuðu leikinn á 59. mínútu úr vítaspyrnu og komust yfir á 64. mínútu. D/R gerði þá eina skiptingu.

Þróttarar skoruðu þriðja mark sitt á 74. mínútu og voru komnir í góða stöðu.

D/R gerði fjórar skiptingar á síðustu tíu mínútum leiksins og Þróttarar gerðu tvöfalda skiptingu rétt fyrir uppbótartímann.

Þróttarar náðu inn einum marki til viðbótar í uppbótartímanum og unnu leikinn nokkuð örugglega 4-1.

Dalvík/Reynir eru því áfram neðstir í deildinni þegar Íslandsmótið er hálfnað. Þróttarar lyftu sér upp í 8. sætið en mjög þéttur pakki er í neðri hluta deildarinnar og getur margt gerst í stöðunni með einum sigri.