Eftir úrslit dagsins í 2. deild karla þá er ljóst að ekkert lið nær Dalvík/Reyni í efsta sæti deildarinnar þegar einni umferð er ólokið. ÍR vann toppslaginn gegn KFA og náðu 2. sæti deildarinnar en KFA hefði getað minnkað muninn í eitt stig fyrir lokaumferðina og enn átt möguleika á sigri í deildinni.

En ÍR sáu til þess að Dalvík/Reynir eru nú komnir með fjögurra stiga forskot þegar einum leik er ólokið.

D/R hafa því unnið deildina en þeir tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni í gær með glæsilegum sigri Hetti/Huginn.

Til hamingju Dalvík/Reynir. Frábær árangur undanfarin tvö tímabil.