Dalvík/Reynir lék við Íþróttafélag Hafnarfjarðar í 14. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikið var í íþróttahúsinu Skessunni í Hafnarfirði sl. miðvikudag.
ÍH er í bullandi vandræðum í deildinni og eru í fallsæti og höfðu ekki unnið leik í margar umferðir fyrir þennan leik. Dalvík/Reynir er í toppbaráttunni og þurfti á sigri að halda til að halda sér í 2. sæti deildarinnar.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Allt stefndi í markalaust jafntefli þar til Borja Laguna kom boltanum yfir línuna fyrir D/R í uppbótartíma. Hans 9. mark í deildinni í sumar og hefur hann verið drjúgur fyrir liðið.
D/R náði því í þrjú stig úr þessum leik eru nú með tveggja stiga forskot á Víðir, sem eru með 26, en Dalvík/Reynir 28 og KFG með 28 stig í efsta sæti á markatölu.