Dalvík/Reynir heimsótti Sindra á Hornafirði í 16. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla. Spennan á toppnum er gríðarlega spennandi en þrjú lið hafa fylgst að síðustu umferðir og skipts á að ná toppsætinu, tímabundið hið minnsta.

Þessi leikur var því mikilvægur fyrir bæði liðin til að halda sér áfram í efstu sætunum. Sindri hafði aðeins tapað einum heimaleik í deildinni en Dalvík/Reynir hafði unnið 5 útileiki og tapað þremur fyrir þessa viðureign.

Það voru heimamenn sem komust yfir á 35. mínútu fyrri hálfleiks og leiddu þeir 1-0 í hálfleik.

Gestirnir frá Dalvíkurbyggð gerðu fjórar skiptingar um miðjan síðari hálfleik til að freista þess að ná að jafna leikinn.

Það voru samt heimamenn á Hornafirði sem náðu inn öðru marki á 83. mínútu leiksins og komust í 2-0 þegar skammt var eftir af leiknum.

D/R gerði eina skiptingu skömmu eftir markið en það voru heimamenn sem unnu 2-0 sigur í þessum leik.

Sindri er nú í toppsætinu á markatölu með 31 stig, KFG er í 2. sæti með 31 stig og Dalvík/Reynir er í 3. sæti með 31 stig.

Þetta var fimmta tap Dalvíkur í sumar í deildinni en liðið hefur verið á góðu skriði þrátt fyrir þennan ósigur og enn mikill séns fyrir liðið að komst upp í 2. deild.