Dalvík/Reynir mætti liði Grindavíkur á Íslandsmótinu í knattspyrnu í dag í Lengjudeildinni, en leikurinn fór fram í Stakkavíkurvelli í Reykjavík. Liðin voru á svipuðum stað í deildinni fyrir þennan leik.

Borja Laguna byrjaði á bekknum hjá D/R en átti eftir að koma inná. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en D/R skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma í fyrri hálfleik þegar Áki Sölvason skoraði. Staðan var því 0-1 í hálfleik.

Grindvíkingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk snemma. Staðan var orðin 2-1 á 62. mínútu fyrir heimamenn. Borja Laguna kom inná strax eftir seinna mark Grindvíkinga og útaf fór Bjarmi Óskarsson.

D/R gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en Grindavík innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 89. mínútu og voru lokatölur því 3-1.