Dalvík/Reynir mætti Magna í Lengjubikarnum í dag á Dalvíkurvelli.

Auðunn Ingi Valtýsson stóð í markinu hjá Dalvík, en hann er fæddur árið 2002 og hefur síðustu ár leikið með Þór. Þröstur Jónasson var fyrirliði D/R í leiknum. Magnamenn náðu sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik en ekkert mark var skoraði. Magni gerði þá tvær skiptingar í hálfleik og aðra eftir um 10 mínútur í síðari hálfleik.

Dalvík náði sér í tvö gul spjöld með skömmu millibili í síðari hálfleik, en enn var staða jöfn 0-0. Gestirnir gerðu þá aðra tvöfalda skiptingu og freistuð þess að koma inn marki. Það var hinsvegar Jóhann Örn Sigurjónsson sem kom Dalvík yfir á 72. mínútu og leiddu heimamenn 1-0.

Dalvík nýttu tvær skiptingar í lok leiksins og náðu að halda út og sigruðu 1-0 og eru komnir með 3 stig eftir fyrstu umferðina í Lengjubikarnum.

Næsti leikur Dalvíkur verður gegn Völsungi 25. febrúar á Dalvíkurvelli.