Föstudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er hrafninn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast þjóðarskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, með upplestri á ljóðum hans.
Eftir hátíðardagskrána ætla krakkarnir í 10. bekk að standa fyrir kaffisölu. Auk þess munum þau að vera með nýbreytni og setja upp sölubás þar sem seldar verða fallegar jólaservéttur og jólagersemina frá Laufabrauðssetrinu. Einnig verður til sýnis nafnmerkt handklæði til sölu. Allt eru þetta tilvaldar jólagjafir. Ágóði af allri sölu rennur í ferðasjóð krakkana.
Verð í kaffsölu:
0-5 ára ókeypis, 1.-10. bekkur 600 kr. og þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.200 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjarins.