Frábær dagskrá á Sjómannadagshelginni heldur áfram í dag í Fjallabyggð. Dagurinn hefst á dorgveiðikeppni fyrir börnin við höfnina í Ólafsfirði. Í hádeginu verður svo kappróður sjómanna og björgunarbáturinn Sigurvin verður til sýnis. Hin geysivinsæla keppni um Alfreðsstöngina verður við Tjarnarborg og sundlaugina í Ólafsfirði kl. 13:30. Keppt verður í tímaþraut og trukkadrætti. Ramminn býður uppá frábæra sjávarréttasúpu og grillaðar verða pylsur.
KF mætir KV á Ólafsfjarðarvelli kl. 15:00 og þurfa á öllum stuðningi að halda til að ná fyrsta sigri sumarsins í deildinni.
HeliAir verður með þyrluflug frá Ólafsfjarðarvelli kl. 17:00.
Knattleikur Sjómanna og Landmanna verður kl. 17:00 á Ólafsfjarðarvelli. Hannes Þór fyrrverandi landsliðsmarkmaður verður í marki sjómanna.
Í kvöld verður svo útiskemmtun við Tjarnarborg þar sem Coldplay Tribute band með Guito og félögum spila.
Frábær og fjölbreytt dagskrá í Ólafsfirði í dag.