Þjóðlagahátíðin á Siglufirði heldur áfram í dag, laugardaginn 9. júlí. Fjölmargir viðburðir verða í boði allan daginn.

Dagskrá:

Dansar frá Krít. Kirkjuloftið á Siglufjarðarkirkju kl. 10.00-12.00 Kennarar: Rena Rasouli, Alexandros Rasoulis og George Rasoulis frá Krít. Opið öllum ókeypis.

Þjóðlagahljómsveitin Mandólín í Siglufjarðarkirkju kl. 14.00-15.00.

  • Guðrún Árnadóttir fiðla
  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir fiðla
  • Martin Kollmar klarinetta
  • Sigríður Ásta Árnadóttir harmónikka
  • Ástvaldur Traustason harmónikka
  • Óskar Sturluson gítar
  • Bjarni Bragi Kjartansson bassi

Kvæðamannakaffi í Þjóðlagasetrinu kl. 15.30-16.30.

Rímþursar og frenjur kveða Rímu um stígvélaða köttinn eftir Skúla Pálsson (ort 2021). Aðgangur ókeypis. Ragnheiður Ólafsdóttir hefur umsjón.

Kvennakórinn Vox Feminae – Hátt yfir fjöll í Siglufjarðarkirkju kl. 17.00-18.00.

Íslensk og erlend kórlög fyrir kvennakór.

Stjórnandi er Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað.

Uppskeruhátíð. Listamenn af hátíðinni koma fram í Siglufjarðarkirkja 20.30-22.30.

Sérstakur heiðursgestur: Zvezdana Novaković frá Slóveníu.

Nætursöngvar frá Krít í Siglufjarðarkirkju kl. 23.00-24.00.

Rena Rasouli, Alexandros Rasoulis og George Rasoulis leika og syngja lög frá grísku eyjunni Krít.