Sjómannadeginum er fagnað á Akureyri  á formlegan hátt. Settur er krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum og siglt um Eyjafjörðinn.

Dagskráin á Akureyri:

Föstudagurinn 5. júní.

Kl. 20.00 Menningarhúsið Hof:  “Minn eða þinn sjóhattur”.  Tónleikar Karlakór Akureyrar-Geysir og Bogomil Font og hljómsveit, sameinast á tónleikum.  Sérstakur gestur er Óskar Pétursson.
Kórinn flytur karlakórslög í nýjum búningi og popp og rokk í karlakórsbúningi. Syngur á íslensku, ensku, sænsku. Lög með Bogomil Font, Bubba Morthens, Rod Stewart, Hauki Mortens, Ólafi Þórarinssyni. Svo koma við sögu Davíð Stefánsson, Páll Ísólfsson, Áskell Jónsson, Sigfús Halldórsson og fleiri.

Sunnudagurinn 7. júní.

Kl. 08.00 Fánar dregnir að hún.
Kl. 11.00 Sjómannamessur í Akureyrar og Glerárkirkju.
Kl. 12.15  Blómsveigur lagður að minnismerki við Glerárkirkju um týnda og drukknaða sjómenn.
Kl. 13.00 Siglir Húni II frá Torfunefsbryggju.
Kl. 13.30 Bátaflotinn siglir með Húna II, inn á poll.  Vonast er til að sem flestir bátaeigendur taki þátt í hópsiglingunni sigli bátum sínum.  Félagar í Nökkva sigla skútum um pollinn og sýna listir sínar.  Félagar úr slysavarnardeildinni á Akureyri selja merki Sjómannadagsins.
Kl. 14.30 Sjósetja Húnafélagar 65 ára gamlan árabát sem þeir hafa gert upp í vetur.  Báturinn verður til sýnis í Hofi vikuna fyrir sjómannadag.
Kl. 15 og 16 Húni II, siglir í boði Akureyrarstofu með farþega.
Bátamódelin til sýnis á Iðnaðarsafninu, opið alla daga frá kl. 10-17.