Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar í Ólafsfirði er ótrúlega vegleg að vanda. Þessi öfluga dagskrá kemur Ólafsfirði á kortið ár eftir ár. Mikil vinna er á bakvið svona öfluga dagskrá og koma margir styrktaraðilar að þessum viðburðum.

Helgin er 2.-4. júní og hefjast fyrstu dagskráliðir á föstudegi og lýkur helginni á sunnudag. Margir árlegir viðburðir eru á þessari helgi sem heimamenn bíða eftir. Má þar nefna keppnina um Alfreðsstöngina þar sem keppt er í trukkadrætti og tímaþraut í sundlauginni. Kappróður sjómanna, knattleikur sjómenn og landmenn á Ólafsfjarðarvelli.

Í ár verður útgáfuhóf vegna bókar um 40 ára sögu Sjómannafélags Ólafsjfarðar. Sóli Hólm skemmtir í Tjarnarborg. Sverrir Bergmann og Auðunn Blöndal skemmta.  Árshátíð Sjómanna verður á sínum stað í íþróttahúsinu á sunnudagskvöld. Ari Eldjárn skemmtir og hjómsveitin Albatros ásamt Röggu Gísla.Veislustjórn í höndum Audda Blöndal og Steinda Jr.

Tryggið ykkur miða í tæka tíð á lokaða viðburði.

Miðasala á sjorinn@simnet.is á árshátið sjómanna. Verð 13.900 kr. Verð á ball 3000 kr.
Miðasala á Sóla Hólm og Föstudagslögin í Tjarnarborg í hádeginu föstudaginn 2. júni. Verð 3500 kr. á Sóla og 4000 kr. á Föstudagslögin með Sverri Bergmann, Audda Blö og Halldóri Gunnari.
Þá verða fjölmargir fjölskyldu viðburðir alla helgina. Takið frá helgina og sjáumst í Fjallabyggð um Sjómannadagshelgina.