Í dag, laugardaginn 5. ágúst verða fjölmargir viðburðir á Síldarævintýrinu á Siglufirði. Hægt verður að sigla með Örkinni með leiðsögn gegn greiðslu. Hjá Segli 67 verður þétt dagskrá, grill og gleði, þrautabraut fyrir börn, fornbílasýning, Bjórleikarnir og lifandi tónlist. Í íþróttahúsinu á Siglufirði verða hoppukastalar, nerf byssur og andlitsmálun. Siglósögurölt með Sóta Summits gegn greiðslu með leiðsögn. Sýning verður í Alþýðuhúsinu.

Froðufjör á Rauðkutúni. Ganga með leiðsögn á Hvanneyrarskál. Í kvöld verður svo fjörið á Kaffi Rauðku, Siglósöngvar, Fílapenslar, Gómar o.fl. Dansleikur með Landabandinu er svo í kvöld og nótt.

Eitthvað fyrir alla og frábær dagskrá allan daginn.

Góða skemmtun í Fjallabyggð.