Nú er komin mynd á dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð í sumar, dagana 27.- 29. júní.
Á Siglufirði verður keppt í boccía og ringó föstudaginn 27. júní og í badminton og sundi daginn eftir.
Í Ólafsfirði verður keppt í hinum greinunum tólf. Þær greinarnar eru brennibolti, bridds, frjálsar íþróttir, golf, hlaupaskotfimi (biathlon), petanque, pílukast, pokavarp, pönnukökubakstur, pútt, skotfimi og stígvélakast.
Matar- og skemmtikvöld verður í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Tjarnarborg