Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í Fjallabyggð í dag.

Dagskráin í Ólafsfirði:

Skrúðganga verður frá hafnarvog að Ólafsfjarðarkirkju kl. 10:15 og í framhaldinu verður sjómannadagsmessa í kirkjunni og er ræðumaður Ásgeir Frímannsson.

Fjölskylduskemmtun verður við Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 13:30 með hoppukastala, Stundinni okkar, skemmtiatriðum og tónlist.  Kaffisala verður í Tjarnarborg frá klukkan 13:30-16:00.

Árshátíð sjómanna verður svo í íþróttahúsinu í Ólafsfirði kl. 19:00. Veislustjórn í höndum Audda og Steinda Jr. Ari Eldjárn sér um skemmtiatriði og Albatross ásamt Röggu Gísla og Bríet verða með skemmtun.

Opið ball verður kl. 23:00-02:00 með Albatross. Miði á ballið kostar 3000 kr og á árshátíðina 13.900 kr.

 

Dagskráin á Siglufirði í dag:

Að vanda verður athöfn á Siglufirði á Sjómannadaginn 4. júní kl. 14:00. Blómsveigur verður lagður á minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.

Tveir sjómenn verða heiðraðir, Haukur Jónsson og Ólafur Gunnarsson. Kolbeinn Óttarsson Proppé flytur ávarp.

Slysavarnarfélagið Vörn verður með kaffisölu í Bláa Húsinu við Rauðku á Siglufirði.