Stjórnendur Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði greina nú frá því að hægt sé að kaupa dagskort í lyfturnar á Olís á Siglufirði. Það getur því stytt tímann ef menn vilja losna við röðina á skíðasvæðinu. Einnig getur undirritaður staðfest að í Olís fást bestu hamborgararnir á Siglufirði og þar er gott að fylla á magann áður en menn fara að renna sér á skíðum.