Næstu daga verður þétt dagskrá á Ljóðasetrinu á Siglufirði . Lifandi dagskrá alltaf kl. 16.00 og frítt inn. Safnið er við Túngötu 5 og er auðvelt að finna. Safnið fagnar 13 árum í sumar.

Dagskrá:

Föstudagur 12. júlí – Þórarinn Hannesson flytur eigin ljóð.
Laugardagur 13. júlí – Flutt lög við ljóð ýmissa skálda.
Sunnudagur 14. júlí – Flutt lög við ljóð Siglfirðinga.
Mánudagur 15. júlí – Fluttar gamanvísur og limrur.
Þriðjudagur 16. júlí – Ljóð Jóns úr Vör flutt í tali og tónum.
Miðvikudagur 17. júlí – Flutt lög við ljóð kvenna.
Fimmtudagur 18. júlí – Tóti trúbador flytur eigin lög og texta.
Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Hedinsfjordur.is
Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Hedinsfjordur.is