Fyrsti útgáfudagur búnaðarblaðsins Freyju er runninn upp. Fyrir rúmum 100 árum kom forveri Freyju, Freyr, fram á sjónarsviðið. Á þeim tíma voru ungmennafélög að verða til í hverri sveit og með þeim fóru um vindar samvinnu, bjartsýni og framtakssemi. Í þessu fyrsta tölublaði Freyju kennir ýmissa grasa. Loðdýr, nautgripir og sauðfé eru þær skepnur sem fá hvað mest plássið í þetta skipti, auk þess sem gefin eru góð ráð við garðrækt og farið yfir mikilvægi þess að varðveita þekkingu.

Allt frá því að útgáfu tímritsins Freys var hætt hefur verið rætt um það hversu mikið tómarúmskapaðist í miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar. Það var því fagnaðarefni þegar ungir búvísindamenn komu fram með þá hugmynd að koma á tímariti til að efla miðlun á hagnýtufræðsluefni og upplýsingum á sviði landbúnaðar og uppfyllti þessa þörf. Í kjölfarið stofnuðu þau útgáfufélagið Sjarmann og fyrsta tölublað tímaritsins Freyju er að líta dagsins ljós.

Ábyrgðarmenn og ritstjórar eru Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Axel Kárason og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Útgefandi er Útgáfufélagið Sjarminn á Sauðárkróki.

Nálgast má blaðið hér: http://www.sjarminn.is/

Tíminn greinir frá.