Í kvöld og nótt er spáð er talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda. Því má búast við vatnavöxtum í ám á svæðinu, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Þá eru auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.