Það er mikið grjóthrun á Siglufjarðarvegi og töluverð hreyfing á landinu í Almenningum eftir úrkomu síðastliðinna daga. Beðið er með hreinsun og opnun vegarins þangað til að svæðið verður öruggt.

Búast má við því að lokun vegarins muni vara eitthvað fram í vikuna.

Hjáleiðir eru um Lágheiði (82) eða Öxnadalsheiði (1) og Ólafsfjarðarveg (82).

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.