Hafin er viðgerð á trébryggjunni við menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði sem liggur við pollinn frá tjaldsvæðinu. Fjalirnar á bryggjunni voru orðnar lélegar og því var orðið tímabært að endurnýja timbrið á þessari fallegu bryggju sem liggur að menningarhúsinu.
Þá sáu Rótarýfélagar úr Ólafsfirði um að hengja upp nýjar myndir á vegginn á menningarhúsinu Tjarnarborg, en það er vinsæll áningarstaður hjá ferðamönnum og er þetta svæðið hjartað í miðbænum og mikilvægt fyrir ferðamennskuna að allt sé snyrtilegt.
Frábært framtak hjá þeim sem komu að þessari vinnu.

Ljósm. AMT