Hljómsveitin Brother Grass heldur tónleika í Bergi menningarhúsi á Dalvík næstkomandi föstudagskvöld, 19. júlí, kl. 21:00.

Brother Grass sem er vöknuð af dvala eftir langan vetur, hefur þegar náð samhljómi á ný, tilbúin að töfra fram tóna sína sem aldrei fyrr.  Þau hefja sumarið á heimaslóðum Tjarnarsystkinanna Arnar og Aspar, í Bergi á Dalvík.

Miðaverð er kr. 2.000. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Brother-GrassHeimild og mynd: www.dalvik.is