Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 26. febrúar síðastliðinn voru lagðar eru fram tillögur að eftirfarandi breytingum í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar.
Félag eldri borgara á Siglufirði skipa eftirtalda fulltrúa í Öldungaráð: Ólafur Baldursson og Guðleifur Svanbergsson og til vara verða Pálína Pálsdóttir og Brynhildur Bjarkadóttir. Úr Öldungaráði fer Konráð Baldvinsson.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands skipar Helgu Guðrúnu Sigurgeirsdóttur sem varamann HSN í Öldungaráð Fjallabyggðar í stað Önnu Sigurbjargar Gilsdóttur.
A listinn leggur til breytingar á skipan fulltrúa í félagsmálanefnd. Guðrún Linda Rafnsdóttir verður aðalfulltrúi í félagsmálanefnd í stað Friðþjófs Jónssonar. Rögnvaldur Ingólfsson tekur sæti varamanns í nefndinni í stað Guðrúnar Lindu.