Næsta vetur mun Akureyrarbær tefla fram nýjum liðsmanni þegar að Útsvar, spurningakeppni Sjónvarpsins hefur göngu sína aftur. Nýi liðsmaðurinn er séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju. Mun hún taka sæti Hildu Jönu Gísladóttur sem ákvað að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Sem fyrr verða þeir Hjálmar Brynjólfsson og Birgir Guðmundsson á sínum stað.