Brennur og flugeldasýningar verða á fjórum stöðum í Skagafirði gamlársdag.
• Varmahlíð: Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri- Byggð kl. 20:00. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 20:30.
• Sauðárkrókur: Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar kl. 21:00.
• Hólar: Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00.
• Hofsós: Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00.