Í gær fór fram haustbrautskráning Háskólans á Hólum við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju. Fjörtíuogeinn nemandi voru brautskráðir úr eftirfarandi deildum og námsleiðum:

Ferðamáladeild:

  • 5 með BA í ferðamálafræði
  • 4 með diplómu í ferðamálafræði
  • 1 með diplómu í viðburðastjórnun.

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild:

  • 5 með diplómu í fiskeldisfræði.

Hestafræðideild:

  • 2 með diplómu í tamningum – tamningapróf
  • 23 með diplómu í þjálfun og reiðkennslu
  • 1 með BS í reiðmennsku og reiðkennslu.

1382282_608608169178360_1525093804_n
Mynd tekin af Guðmundi B. Eyþórs, fengin af Facebook.