Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram föstudaginn 8. júní síðastliðinn. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, og var með hefðbundnum hætti, þar sem fléttað var saman stuttum ávörpum og tónlistaratriðum, auk brautskráninganna. Fyrst steig í ræðustól Erla Björk Örnólfsdóttir rektor. Deildarstjórar sögðu einnig nokkur orð áður en þeir brautskráðu sína nemendur og veittu þeir auk þess nokkrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri Hestafræðideildar brautskráði 17 nemendur með BS-próf  í reiðmennsku og reiðkennslu. Viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur hlaut Caeli Elizabeth Peters Cavanagh.
Hefðbundið er að nemendur í fiskeldisfræði ljúki námi sínu að sumri til, en Bjarni Kristófer Kristjánsson,  deildarstjóri Fiskeldis- og fiskalíffræðidieldar, brautskráði einn nemanda með diplómu í þeirri grein.
Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar, brautskráði 11 nemendur með diplómu í viðburðastjórnum, 17 með BA-gráðu í ferðamálafræði og einn með MA-gráðu í sömu grein. Ingibjörgu Elínu Jónasdóttur hlotnaðist viðurkenning fyrir heildarnámsárangur í BA-námi og Alexöndru Eiri Andrésdóttur, fyrir góðan árangur í diplómunámi.
Dagskránni lauk með því að Caeli Cavanagh, BS í reiðmennsku og reiðkennslu, flutti ræðu fyrir hönd nýbrautskráðra.
Þau Dana Ýr Antonsdóttir og Daníel Andri Eggertsson önnuðust tónlistarflutning við athöfnina, sem stýrt var af Önnu Vilborgu Einarsdóttur, lektor við Ferðamáladeild. Að athöfn lokinni bauð skólinn til kaffisamsætis, í umsjón Ferðaþjónustunnar á Hólum.
Heimild: holar.is