Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði rann út þann 30. júní síðastliðinn. Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur nú enn og aftur samþykkt að framlengja leyfið og nú til 30. september 2014. Stöðin hefur staðið þarna í 1 ár en átti upphaflega aðeins að standa í nokkra mánuði. Rarik hefur upplýst að verið sé að hanna spennistöð sem sé felld inni í landið og stefnt sé að hefja framkvæmdir í haust.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að byggingu varanlegrar spennistöðvar verði lokið fyrir 30 sept. 2014, að undanskildum lóðarfrágangi sem skal vera lokið vorið 2015.

9376608179_fcc2a149c9_c