Stóra Upplestrarkeppnin er árlegt lestrarátak í 7. bekk sem hefst á Degi íslenskrar tungu, í nóvember, og lýkur í mars með lokahátíð sem nokkrir skólar sameinast um að halda.
Á lokahátíðinni í Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl. 14,  lesa þeir 7. bekkingar sem komust áfram í forkeppnum sinna skóla sem eru Árskógarskóli, Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar.
Einnig verða atriði frá Tónlistarskólanum.
Samkoman er öllum opin og vilja skólarnir sem að keppninni standa hvetja alla til að koma og fylgjast með.