Bólusetningar gegn inflúensu verða eftirfarandi miðvikudaga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð:

  • 21. september
    • Siglufjörður kl. 13-14.30
    • Ólafsfjörður kl. 11-12
  • 28. september 
    • Siglufjörður kl. 13-14.30
    • Ólafsfjörður kl. 11-12
  • 5. október
    • Siglufjörður kl. 13-14.30
    • Ólafsfjörður kl. 11-12

Þeir sem eru 60 ára og eldri hafa forgang 21. og 28. september en eftir það er bólusett óháð aldri.

Bólusetja má samtímis við Covid-19 eða láta tvær vikur líða á milli.

 

Hverja á að bólusetja:

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

 

Tímapantanir í síma 432-4300 (Siglufjörður) og 432-4350 (Ólafsfjörður).

Vinsamlegast látið vita ef þið óskið einnig eftir Covid bólusetningu.