Fyrstu skammtar af Pfizer bóluefninu eru byrjaðir að berast á Norðurlandið en bóluefni verður afhent á starfsstöðvum HSN á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri og Húsavík í dag. Gert er ráð fyrir því að bólusetning með þessum fyrstu skömmtum ljúki í dag og á morgun.
Í þessari umferð munu íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum á Norðurlandi verða bólusettir auk lækna og hjúkrunarfræðinga HSN sem sinna bráðaþjónustu, alls 520 manns.
Haldið verður áfram með bólusetningar eftir áramót þegar næsti skammtur af bóluefni berst. Ekki verður hægt að panta bólusetningu heldur verður fólk látið vita hvenær því stendur til boða að mæta og hvar.