Bókasafn Fjallabyggðar við Bylgjubyggð 2b í Ólafsfirði opnaði óformlega í dag á þessum nýja stað. Hefðbundinn opnunartími safnsins er frá kl. 13-17.
Enn er unnið að frágangi á safninu en gestum bauðst í dag að koma og skoða nýja staðinn.
Húsið er skammt frá hótelinu og Menntaskólanum og einnig orlofshúsunum. Næg bílastæði eru við húsnæðið.