Brynhildur Briem hefur fært Menntaskólanum á Tröllaskaga(MTR) veglega bókagjöf. Þar er um að ræða Íslendingasögurnar í tólf bindum auk nafnaskrár, Riddarasögur í sex bindum, Karlamagnússögu og fleiri perlur fornbókmennta okkar. Bækurnar munu án efa nýtast vel nemendum og kennurum í íslensku og kann skólinn Brynhildi bestu þakkir fyrir góða gjöf.
Upphaflegur eigandi bókanna var Ólafur Briem sem lengi kenndi íslensku við Menntaskólann á Laugarvatni. Ólafur var bróðir Jóhanns Briem föður Brynildar. Bókagjöfin barst skólanum fyrir milligöngu Arnórs Guðmundssonar, skrifstofustjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.