Núna er rétti tíminn til að tryggja sér sumarblóm, kryddjurtir og matjurtir en salan opnar 2. júní í Ólafsfirði með vörum frá Garðyrkjustöðinni Laugarmýri í Skagafirði. Hægt verður að fá blóm, kryddjurtir og matjurtir til og með 16. júní. Salan fer fram við Aðalgötu 37 í Ólafsfirði. Ekki hægt að versla með posa en Hrönn Gylfadóttir sér um söluna. Símapantanir 865-6042.