Um helgina verður haldið blakmóti Öldunga, Trölli 2012 í Fjallabyggð og á Dalvík. Keppt verður á Siglufirði, Ólafsfirði og í Dalvík. Fólk er hvatt til að mæta á leikina og fylgjast með skemmtilegu blaki, kvenna og karla.

Einnig er hægt að skella sér á skíði ef veður leyfir, en þetta er síðasta helgin sem opið verður á Skíðasvæðinu á Siglufirði.

Þá er hægt að sjá leiksýningu í Tjarnarborg á Ólafsfirði í kvöld, laugardag og einnig verða skemmtanir á helstu stöðum í kvöld, eins og Allanum og Kaffi Rauðku. Einnig verður söngskemmtun í Bátahúsinu á Siglufirði á sunnudagskvöld.